Glæpavorið heldur áfram
Nú er það prófessor Ármann Jakobsson sem gleður okkur með Skollaleik, fjórðu bókinni um rannsóknarteymð Bjarna, Kristínu, Margréiti og Njál og þá glæpi sem þau þurfa að fást við. Á kápu er Skollaleik lýst svo:
„Á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur finnst erlendur karlmaður látinn. Engin persónuleg gögn eru í hótelherberginu, enginn farsími né heldur skýrar vísbendingar um hvert erindi mannsins var til Íslands. Hið eina sanna sem finnst er miði sem á stendur heimilisfang: Freydísargata 14. Í því húsi búa þrjár konur sem hver virðist hafa sinn djöful að draga." Við óskum Ármanni og íslenskum krimmaunnendum til hamingju með Skollaleik!