Hið íslenska glæpafélag er félag rithöfunda og fróðra manna um glæpasögur. Markmiðið er að stuðla að viðgangi glæpasagna á Íslandi og kynna íslenskar glæpasögur í öðrum löndum. Félagsmenn geta þeir orðið sem hafa skrifað glæpasögu, glæpaleikrit eða -kvikmyndahandrit, þýtt glæpasögu, skrifað um glæpasögur eða á einhvern hátt stuðlað að framgangi bókmenntagreinarinnar.
Hið íslenska glæpafélag var stofnað árið 1999. Það var Kristinn heitinn Kristjánsson sem var prímus mótorinn í stofnun þess.
Eiríkur Brynjólfsson Kennslustjóri var einn af upphafsmönnum glæpafélagsins og stýrði því harðri hendi þar til hann dó 2020. Hans er sárt saknað. Vinur hans Ævar Örn Jósepsson tók við keflinu og hefur haldið heiðri félagsins á lofti síðan og mikið hefði Eiríkur verið stoltur hefði hann lifað.
Við þökkum Kristjáni og Eiríki fyrir að koma þessarri hreyfingu í gang og munum styrkja glæpafélagið eins og framast er unnt í ókominni framtíð.
Takk Eiríkur.