Blóðdropinn 2022

Blóðdropinn 2022, verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir bestu, íslensku glæpasögu ársins 2021, verður afhentur miðvikudaginn 23. mars kl. 17.00.

Fimm krimmar eftir jafn marga höfunda voru tilnefndir til verðlaunanna í desember. Dómnefnd Glæpafélagsins hefur nú komið sér saman um hver þessara fimm eðalkrimma sé þeirra bestur og hreppi hinn eftirsótta Blóðdropa.

- Hinir tilnefndu krimmar eru, í stafrófsröð titla:

- Farangur eftir Ragnheiði Gestsdóttur

- Horfnar eftir Stefán Mána

- Lok, lok og læs eftir Yrsu Sigurðardóttur

- Náhvít jörð eftir Lilju Sigurðardóttur

- Út að drepa túrista eftir Þórarin Leifsson

Athöfnin fer fram á 5. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni við Tryggvagötu miðvikudaginn 23. mars og hefst klukkan 17.00

Öll velkomin og léttar veitingar í boði Glæpafélagsins.

Fjölmennum nú og fögnum handhafa Blóðdropans og góðu gengi íslenskra glæpasagna!